5.3.2008 | 12:15
Aðskilnaðastefna Gyðinga beinist að fleirum en Palestínumönnum
New York Times birti á sunnudaginn grein undir yfirskriftinni How do you prove youre a Jew? eða Hvernig sannarðu að þú sért Gyðingur? Greinin fjallaði um þá klípu sem Gyðingar margir hverjir finna sig í þegar þeir ætla að nýta sér gyðinglegan rétt sinn til trúarathafna ýmsi konar, svo sem giftingar, svo sama dæmi sé tekið og í greininni sjálfri.
Þar er saga Sharonar sögð, ungri konu af Gyðingaættum langt aftur í aldir sem gekk á fund rabbínaráðsins í Ísrael með giftingu síns og unnusta síns, sem einnig var Gyðingur, í huga.
Gyðingar hafa stranga aðskilnaðarstefnu og samkvæmt reglum þeirra skal halda blóðinu hreinu. Því er það þannig að lögum samkvæmt má fólk ekki giftast í ísraelskum Gyðingdómi nema vera bæði Gyðingar. Og geta sannað það.
Langa-langafi Sharonar kom til Bandaríkjanna frá Úkraínu og breytti þar nafni sínu úr Ludmersky í Mersky, settist að í Minneapolis og ól börn sín upp í hefðbundnum Gyðingdóm. Afkomendur hans urðu bæði rabbínar og kaupmenn og sendu börn sín í sumarbúðir Zíonista og til Ísraels í sumardvöl. Allt í allt, ansi gyðingslegt líf.
Þetta var þó ekki nóg fyrir rabbínaráðið í Ísrael, né heldur persónuskilríki Sharonar þar sem stóð svart á hvítu að hún væri Gyðingur.
Rabbínaráðið í Ísrael, sem er hluti af dómskerfi þeirra, er skipað Ortodox rabbínum, og til að þeir samþykki fólk sem Gyðing þarf fólk að koma með meðmælabréf frá Orthodox rabbína sem hefur þekkt það alla ævi sem sönnun á Gyðingdóm sínum. Það er ekki nóg að bréfið sé frá Conservative rabbína, en það er sú stefna sem margir Gyðingar í Bandaríkjunum sem vildu halda í gömlu gildin hölluðust að. Ísraelsku rabbínarnir telja þá ekki nógu mikla Gyðinga til að geta fært sönnur á Gyðingdóm þegna Ísraelsríkis, en vegna þeirrar lagasetningar sem gerð var árið 1950 sem kallast Law of Return, mega allir Gyðingar setjast að í Ísraelsríki. Þeir mega líka ganga í Ísraelska herinn og berjast fyrir landið sitt, eins og Sharon þessi hafði einmitt gert. Það eru þó bara Orthodox Gyðingar sem eru taldir nógu miklir Gyðingar til að mega giftast. Því má svo bæta við að innan Ísraelsríkis eru þónokkrar deilur og ruglingur um hvað nákvæmlega felur í sér að vera Gyðingur. Er það þjóðerni? Er það trúarbrögð? Fólk, né Orthodox rabbínar, eru ekki sammála.
Þessi stefna Ísraelsra rabbínaráðsins er nokkuð sérstök fyrir þær sakir að þessi þjóð hefur í gegnum aldirnar lifað við hörmungar sem hafa hingað til sameinað þjóðina. Hún hefur hreykt sér af samheldni sinni, en því miður er hin hliðin á peningnum sú að samheldnin hefur breyst í þjóðernishroka. Þetta er ekkert sérstakt gyðinglegt fyrirbæri, heldur nokkuð sem maður getur séð hvar sem mannfólkið hefur stungið sér niður á jörðinni. Það er bara sérstakt að þjóð sem hefur verið undirokuð og niðurlægð í gegnum árin, skuli ekki hafa öðlast ákveðinn þroska í þjóðarvitund sína. Að ekki skuli vera hægt að læra af sögunni og reyna að rækta samkennd frekar en að ýta undir sundrung og fjandskap.
Það sér hver maður að á meðan þjóðernishrokinn er það mikill að þeir geta ekki einu sinni samþykkt sína eigin sem jafningja, þá munu þeir ekki geta samþykkt nágranna sína sem jafningja. Því er það algjör fásinna að halda því fram að Ísraelsríki fari fram með friði gagnvart þeim þjóðum sem sýna þeim frið. Ég ætla mér ekki að fara í þá sálma að telja upp þau hroðaverk sem Ísraelsríki hefur ynnt af hendi, það er ekki þörf á því þegar hægt er að líta í innviði landsins sjálfs til að sjá að þjóðin er ekki komin lengra á þroskabrautinni að svo, að líta niður á hvert annað fyrir að hafa annað forskeyti fyrir framan Gyðingdóminn en viðkomandi hefur sjálfur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.