Til skammar!

Þetta er okkur Íslendingum til háborinnar skammar! Þetta eru dýr í útrýmingarhættu, hver einasti ísbjarnarhúnn sem kemst á legg er hreinasta kraftaverk, svo margir af þeim deyja við þær erfiðu aðstæður sem þeir alast upp við.

Í flestum öðrum löndum, sem eiga á hættu að fá ísbirni nálægt mannabyggðum, eru mun strangari reglur um ísbjarnardráp. Það er hægt að draga fólk til ábyrgðar fyrir það að drepa birni sem ekki stafar greinileg hætta af. Flettið þessu upp ef þið trúið mér ekki.

Af þessum birni stafaði ekki það fyrirsjáanleg hætta að annað væri ekki í stöðunni en að skjóta dýrið. Það vita það allar heilvita sem eitthvað hafa verið í kringum dýralíf og nota í sér heilann að lítið mál hefði verið að deyfa dýrið og fjarlægja það. Það er einnig vitað mál að í langflestum tilvikum er hægt að fæla dýrin í burtu gerist þau of frek á pláss nálægt mönnum. Flettið þessu upp ef þið trúið mér ekki. Dýrið ógnaði engum eins og staðan var þarna.

Í staðinn réðu "alvöru karlmenn" ferðinni, sem hlupu upp til handa og fóta, gasalega spenntir yfir að fá tækifæri til að nota byssurnar sínar, og plöffuðu ráðvillt dýrið niður þar sem það rölti um í rólegheitunum. Það er nú meiri karlmennskan, að geta tekið í gikkinn og svipt dýr lífi sínu í 100 metra fjarlægð!! Svo stilla þeir sér upp í kringum það eins og þeir séu þvílíkir karlar í krapinu, opna munninn og sýna vígtennurnar "úúú, sjáiði tennurnar í þessu, váááá hvað við erum mikil karlmenni að skjóta það!" Gorta svo af þessu við barnabörnin.

Verst þykir mér að það er ekki hægt að draga neinn til ábyrgðar yfir þessu, og ég skal éta hattinn minn ef þetta verður til þess að einhvers konar aðgerðaráætlun verður sett í gang til að vita hvað gera skal næst þegar þetta gerist. Ónei, við Íslendingar höldum frekar áfram villimennskunni. Ég get rétt ímyndað mér hvað myndi hvína í alþjóðasamfélaginu ef dýraverndunarsamtök kæmust í þetta... 


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum veiðiþjóð á veiðislóð. Sjálfsagt er að drepa björninn og éta, og stoppa upp haminn til sýningar. Varla verður dráp á einum ísbirni á 10 ára fresti á Íslandi til útrýmingar stofnsins. Hvers konar móðursýki ER þetta?

Alexander (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:49

2 identicon

Réttur dagsins

Forréttur,skyttu súpa með 7mm,kúlum og rjómalöguðu púðri.

Aðalréttur 

Ísbjarnasteik með púðursósu og lögguívafi

eftirréttur.

Hvítloðinn ís með ráðherrabragði og köldu blóði.

að hætti hússins

verði ykkur að góðu. 

einar axel gústavsson í dk (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband