Þú getur alltaf fengið þér annan kött...

...og ef börnin þín verða tekin af þér, þá er það allt í lagi, þú eignast bara ný! Málið leyst!
mbl.is „Britney vill ekki fá börnin aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka ábyrgð

 "Allir geta gert mistök" sagði hann, "ég er bara mannlegur eins og allir aðrir".

Og það er alveg rétt. Það geta allir gert mistök. Mistök eru hluti af lífinu og eitt besta lærdómstæki sem við dettum um. Til þess að læra af mistökunum þarf þó að kryfja mistökin til hlítar og fá botn í það hvað maður gerði rangt, af hverju og hvað betur hefði mátt fara. Þá tekur maður ábyrgð. 

Mér virðist Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson líta út fyrir að vera vænsti kall. En hinir vænstu kallar geta líka gert mistök. Þá er um að gera að læra af þeim.

Vilhjálmur skeit vel upp á bak í október og missti borgarstjórastólinn í kjölfarið. Hann var ekki að axla ábyrgð með því að stíga af stól. Hann missti borgarstjórastólinn. En það var allt í lagi því eftir 100 daga útlegð tóku hann og flokksfélagar hans sig saman um að sundra meirihlutanum með mútum, tvöfeldni og hræsni. Vilhjálmur átti borgarstjórastólinn vísan eftir bara eitt ár.

Svo kemur skýrslan út og ofan af sárinu er rifið. Þar kemur skýrt fram hversu mikil mistök Vilhjálmur gerði. Hann gerði sig sekan um vítavert gáleysi svo vægt sé til orða tekið, í versta falli verulega spillingu, óheiðarleika og skeytingarleysi í garð atvinnuveitenda sinna; íbúum Reykjavíkur. En höldum okkur við þá skýringu hans sjálfs að hann hafi gert mistök. Allir geta gert mistök og hann er bara mannlegur.

Eftir að þjarmað er að honum og hann grefur sína eigin gröf í nokkra daga heldur hann svo blaðamannafund þar sem hann tilkynnir það að hann muni ekki víkja sem borgarfulltrúi og það muni verða "ákveðið síðar" hvort hann taki aftur við sem borgarstjóri. Gott og vel. Það  geta allir gert mistök... muna það bara... hann hefur örugglega lært helling af þessu. Reynum líka að muna ekki eftir kastinu sem hann tók á Þórólf þegar olíumálið kom upp, hann var einn af þeim mönnum sem voru í forsvari fyrir því að Þórólfur tæki pokann sinn á sínum tíma, æpti og emjaði um það hversu mikil svik þetta væru við borgarbúa og að "ef hann væri í hans stöðu myndi ég nú aldeilis segja af mér", enda kom í ljós að Þórólfur var "maður að meiri" fyrir vikið. Kom í ljós að hann var aldeilis að kasta steinum úr glerhúsi... 

Svo kemur hann með þetta gullkorn sem tekur af allan vafa um það að maðurinn hefur ekki lært einn staf af þessu, þegar hann segir með hálfgerðri eftirsjá að Glitnir hefði nú verið búinn að bjóða í REI og allt þetta hneykslismál hefði ekki komið upp ef því tilboði hefði bara verið tekið. 

HA??

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur greinilega ekki meðtekið það hvað borgarbúar (sem og aðrir landsmenn) urðu reiðir yfir. Reiðin beindist að því að borgarstjóri og hans flokkur ætlaði að lauma fyrirtæki sem við atvinnuveitendur hans eigum, í hendur einkaaðila. Hann biðst afsökunar ... en á hverju er hann að biðjast afsökunar, miðað við þessa málsgrein sem vellur út úr kjaftinum á honum??

"Ef ég hefði bara farið heim með Siggu þarna á árshátíðinni, þá hefði ég aldrei kynnst Gunnu og farið að halda fram hjá með henni og þá hefði konan mín aldrei komist að neinu!"

 

Æjæj!! Greyið Villi!!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband