Færsluflokkur: Bloggar

Myndband dagsins


Undirskriftalisti

Ég rakst á þennan undirskriftalista í kjölfar fyrra ísbjarnarmálsins. Hann er enn opinn, ef fólk vill skrá nafn sitt á listann, en listinn hvetur stjórnvöld til þess að semja e-s konar aðgerðaráætlun sem hægt væri að grípa til við svona aðstæður. Mér finnst ekki hægt annað en að láta fólk vita af þessum lista, þar sem hann virtist ekkert vera kynntur..

 

 Undirskriftalisti


mbl.is „Allt í biðstöðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar flugfreyjur í megrun!

Það er ekki nóg að biðja bara um þyngdarstuðul á atvinnuumsókninni, þau geta nú læðst á mann kílóin þegar árin líða hjá... Grin
mbl.is Leita leiða til að lækka eldsneytiskostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar trú hitti vísindi

..

sciencevsreligion

.. 


Til skammar!

Þetta er okkur Íslendingum til háborinnar skammar! Þetta eru dýr í útrýmingarhættu, hver einasti ísbjarnarhúnn sem kemst á legg er hreinasta kraftaverk, svo margir af þeim deyja við þær erfiðu aðstæður sem þeir alast upp við.

Í flestum öðrum löndum, sem eiga á hættu að fá ísbirni nálægt mannabyggðum, eru mun strangari reglur um ísbjarnardráp. Það er hægt að draga fólk til ábyrgðar fyrir það að drepa birni sem ekki stafar greinileg hætta af. Flettið þessu upp ef þið trúið mér ekki.

Af þessum birni stafaði ekki það fyrirsjáanleg hætta að annað væri ekki í stöðunni en að skjóta dýrið. Það vita það allar heilvita sem eitthvað hafa verið í kringum dýralíf og nota í sér heilann að lítið mál hefði verið að deyfa dýrið og fjarlægja það. Það er einnig vitað mál að í langflestum tilvikum er hægt að fæla dýrin í burtu gerist þau of frek á pláss nálægt mönnum. Flettið þessu upp ef þið trúið mér ekki. Dýrið ógnaði engum eins og staðan var þarna.

Í staðinn réðu "alvöru karlmenn" ferðinni, sem hlupu upp til handa og fóta, gasalega spenntir yfir að fá tækifæri til að nota byssurnar sínar, og plöffuðu ráðvillt dýrið niður þar sem það rölti um í rólegheitunum. Það er nú meiri karlmennskan, að geta tekið í gikkinn og svipt dýr lífi sínu í 100 metra fjarlægð!! Svo stilla þeir sér upp í kringum það eins og þeir séu þvílíkir karlar í krapinu, opna munninn og sýna vígtennurnar "úúú, sjáiði tennurnar í þessu, váááá hvað við erum mikil karlmenni að skjóta það!" Gorta svo af þessu við barnabörnin.

Verst þykir mér að það er ekki hægt að draga neinn til ábyrgðar yfir þessu, og ég skal éta hattinn minn ef þetta verður til þess að einhvers konar aðgerðaráætlun verður sett í gang til að vita hvað gera skal næst þegar þetta gerist. Ónei, við Íslendingar höldum frekar áfram villimennskunni. Ég get rétt ímyndað mér hvað myndi hvína í alþjóðasamfélaginu ef dýraverndunarsamtök kæmust í þetta... 


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Good Samaritan


Þetta er svo fallegt...

"I can't wait to tell my children", segir konan, stoppar svo, setur upp fingurinn og leiðréttir sig: "my Jewish grandchildren" og brosir út að eyrum.

Og á meðan rignir sprengjunum yfir Palestínumenn, sem ekkert land eiga lengur... 


mbl.is Köttur á sinfóníutónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegir stjórnarandstaðan?

„Við erum mjög hissa á því að stjórnarandstaðan skuli ekki koma fram og standa með okkur. Með því gæti hún náð sér í smá rjóma fyrir næstu kosningar og ekki veitti henni af því," sagði Ágúst í samtali við blaðamann Fréttavefjar Morgunblaðsins.

 

Þessi grunnhyggnu ummæli sýna ekki mikið vit á því hvernig stjórnvöld virka, nema maðurinn hafi hreinlega svona ótrúlega litla trú á stjórnmálamönnum landsins. Honum til upplýsingar skal ég samt gefa honum svarið: Stjórnarandstaðan þegir vegna þess að aðgerðir ykkar eru ekki bara ólöglegar, illa ígrundaðar, vinna gegn almenningi og brjóta meðalhófsregluna, þær beinast í ofanálag að röngum aðilum. Verð á olíutunnu hefur aldrei í sögunni verið svona hátt. Álögur ríkisins hafa ekki hækkað síðan 2003. Það eitt að vera í stjórnarandstöðu gerir það ekki að verkum að fólkið þar taki alltaf upp hanskann fyrir hvaða málstað sem er, bara ef hann beinist gegn sitjandi stjórn. Það verður líka að vera heil brú í því hverju er verið að mótmæla. Annars missir maður trúverðugleika og lítur út fyrir að vera sami hálfviti og mótmælir. Í alvörunni talað: "Með því gæti hún náð sér í smá rjóma fyrir næstu kosningar..." ég verð að viðurkenna mér finnast þetta alveg kostuleg ummæli. 

Ég skil það að sjálfsögðu vel að  atvinnubílstjórar á stórum bílum séu ekki sáttir við þær hækkanir sem orðið hafa og vissulega mætti alveg færa rök fyrir því að fyrst ríkið niðurgreiðir tolla og álögur fyrir landbúnað væri hægt að komast að einhverju samkomulagi við atvinnubílstjóra svo þeir kikni ekki undan verðhækkunum. Þetta er hins vegar ekki rétta leiðin til að ná sínu fram.

Enn fáránlegra finnst mér þegar í hóp atvinnubílstjóranna bætast vitleysingar úr Ferðaklúbbnum 4x4, sem finnst bensínið orðið alltof hátt til þess að þeir geti farið út í móa og leikið sér. Hvar er forgangsröðin strákar?? Ástandið á fjármálamörkuðum heimsins er slæmt, það eru verðhækkanir alls staðar, samdráttur á litla Íslandi og jafnvel talað um kreppu í annarri hverri setningu. Og þessir vitleysingar eru að væla yfir því að þurfa að borga enn meiri pening til að reka stóru, dýru bensínhákana sína, sem þeir nota: a) til að stunda áhugamál sitt, b) til að keyra hér innanbæjar á upphækkuðu breiðu druslunum sínum, rífandi hliðarspegla af bílum í miðbænum, takandi þrjú stæði og skapandi stórhættu fyrir fólk á venjulegum fólksbílum ef til árekstrar kemur (upphækkaðir bílar eru akkúrat í haushæð á manneskju í venjulegum bíl. Ég hef séð rannsókn á slysahættunni á þessum bílum. Ég skil ekki af hverju ekki er búið að banna þá í borgarumferð), eða c) hvort tveggja. Ég hef lausnina fyrir ykkur: kaupið ykkur þægilegan, hóflega sparsaman fólksbíl sem á heima í borgarumferð til að komast leiðar ykkar í bænum á meðan bensínið er svona hátt. Leggið áhugamálinu ykkar. Þið þurfið hvort eð er að fara að vinna meira til að eiga fyrir klósettpappírnum. 

Að lækka bensínið ætti ekki að vera forgangsatriði fyrir almenna borgara. Hættið að væla og notiði strætó, hjól eða tvo jafnfljóta.


mbl.is Mestu tafir hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léttur latté!


Ég ákvað að gera vel við mig, sökum óvenjumikils vorfiðrings, enda afskaplega bjart og fallegt veður, sem merkilegt nokk er ekki gluggaveður heldur er líft útivið, jafnvel svolítið þægilegt! Ég hafði nokkrar mínútur aflögu og þar sem morgunhlaupið hafði sett stefnuna fyrir yndislegan dag stalst ég inn á Kaffitár á Þjóðminjasafninu á leið minni í tíma.

Inni á Kaffitári var nær mannlaust - aðeins ein manneskja sat þar úti í horni og grúfði sig yfir morgunblöðin. Sólskinið teygði sig inn um gluggana og lýsti upp hluta staðarins, rykkornin dönsuðu í birtunni og kyrrðinni og það var nokkuð ljóst að þarna inni réðu notalegheitin ríkjum. Ég gekk upp að afgreiðslustúlkunni og setti fram pöntun mína, léttan latté. Beið svo álengdar við afgreiðsluborðið á meðan hún dundaði við kaffið mitt. Miðað við tímann sem það tók var ég alveg með það á hreinu að í þennan litla kaffibolla fór ekki bara kaffi og mjólk, heldur mikil alúð. Og allir vita að matur sem búinn er til af alúð bragðast betur en annar matur. Kryddlegin hjörtu kenndi okkur það. Sem hún er að verða búin að velta flóuðu mjólkinni í könnunni í lengri lengri tíma sá ég að hún gerði sig líklega til að fara að hella henni ofan i kaffiskammtinn. Miðað við mannleysið inni á staðnum bjóst ég einhvern veginn við því að eðilegt næsta skref væri að standa í sömu sporum og hún stóð í á þessari mínútu og setja drykkinn á borðið fyrir framan mig. Hún gerði það þó ekki. Hún tók pappaglasið, sneri sér svo við þannig að hún sneri bakinu í mig, skundaði að borðinu hinum meginn við afgreiðsluborðið (þar sem venjan er að skilja tilbúna kaffidrykki eftir fyrir þyrsta viðskiptavini, þegar meira er að gera en ein manneskja), hellti mjólkinni í og æpti svo yfir allan staðinn: "Léttur latté!"

Mér fannst þetta svolítið skondið Grin


Til þess fallið að koma glórum í hausinn á heimsku fólki

Mér finnst slæmt mál að verið sé að vekja athygli á svona óvenjulegum gæludýrum.

Það getur vel verið að þessi gaur ráði við dýrið, hafi nægileg fjárráð, aðstöðu, visku og persónustyrk til að vera þessu erfiða og mikla starfi vaxinn, sem það er að ala upp stórt kattardýr. Hann starfar sem dýratemjari, þannig að ég ætla mér að gefa honum benefit of the doubt og hreinlega ganga út frá fyrrnefndum hlutum.

En það að segja frá þessu eins og þetta sé eitthvað sniðugur hlutur ýtir undir það að fólk á sumum stöðum í veröldinni (er að hugsa um Bandaríkin en heimskan einskorðast víst ekki við þá heimsálfu eina) heldur að þetta sé ægilega sniðugt - ljónshvolpar eru enda alveg óóóóógó sætir!

Það er óhugnanlega algengt að fólk í Bandaríkjunum verði sér út um eitt stykki krúttlegan ljóns- eða tígrishvolp - og ráði svo ekki neitt við neitt að nokkrum mánuðum liðnum og annað hvort loki dýrin af þar sem þau sjá varla dagsljós meir, eða geta varla hreyft sig spönn frá rassi, eða selji þau í sirkus. Þetta er raunverulegt vandamál í Bandaríkjunum í dag og þúsundir stórra kattadýra lifa við skilyrði sem eru engu dýri bjóðandi - af því að eigendur þeirra létu stjórnast af vanþekkingu og hvatvísi.

Því ætti að vera kappkostað að fræða fólk um það að stór kattardýr eru ekki gæludýr í stað þess að sýna þetta í jákvæðu ljósi.


mbl.is Ljónsungi sem gæludýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband