Til þess fallið að koma glórum í hausinn á heimsku fólki

Mér finnst slæmt mál að verið sé að vekja athygli á svona óvenjulegum gæludýrum.

Það getur vel verið að þessi gaur ráði við dýrið, hafi nægileg fjárráð, aðstöðu, visku og persónustyrk til að vera þessu erfiða og mikla starfi vaxinn, sem það er að ala upp stórt kattardýr. Hann starfar sem dýratemjari, þannig að ég ætla mér að gefa honum benefit of the doubt og hreinlega ganga út frá fyrrnefndum hlutum.

En það að segja frá þessu eins og þetta sé eitthvað sniðugur hlutur ýtir undir það að fólk á sumum stöðum í veröldinni (er að hugsa um Bandaríkin en heimskan einskorðast víst ekki við þá heimsálfu eina) heldur að þetta sé ægilega sniðugt - ljónshvolpar eru enda alveg óóóóógó sætir!

Það er óhugnanlega algengt að fólk í Bandaríkjunum verði sér út um eitt stykki krúttlegan ljóns- eða tígrishvolp - og ráði svo ekki neitt við neitt að nokkrum mánuðum liðnum og annað hvort loki dýrin af þar sem þau sjá varla dagsljós meir, eða geta varla hreyft sig spönn frá rassi, eða selji þau í sirkus. Þetta er raunverulegt vandamál í Bandaríkjunum í dag og þúsundir stórra kattadýra lifa við skilyrði sem eru engu dýri bjóðandi - af því að eigendur þeirra létu stjórnast af vanþekkingu og hvatvísi.

Því ætti að vera kappkostað að fræða fólk um það að stór kattardýr eru ekki gæludýr í stað þess að sýna þetta í jákvæðu ljósi.


mbl.is Ljónsungi sem gæludýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég veit nú ekki um aðstöðuna, mér sýnist hann vera með ljónið bara í blokkinni sinni!

Brynjar Ingi (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 18:04

2 identicon

ég er alveg sammála þér! svona dýr eru ekki gæludýr!! það fer all svakalega í taugarnar á mér þegar fólk  fær sér dýr eins og tígrisdýr,ljón, apa og þess háttar sem gæludýr!

þessi grey eiga heima í náttúrunni ekki inn á heimilum fólks....

þóra (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband