Ég bíð bara eftir Barbie-pillunni...

Innan fárra ára ætti að koma á markað "undralyf" nokkurt og mun apinn bíða spenntur í röðinni eftir að fá uppáskrift fyrir það.

 Forsaga lyfsins er sú að fyrir nokkrum árum tóku vísindamenn eftir því að fólk sem er ljósbrúnt allt árið um kring er í mun minni hættu á að fá húðkrabbamein heldur en fólk sem fer drekkur í sig sólina í tvær vikur á ári og eru eins og vofur þar á milli. Þeir drógu þá ályktun að mögulega væri hægt að minnka tíðni húðkrabbameins með því að þróa lyf sem eykur náttúrulegar varnir húðarinnar gegn útfjólubláum geislum, ergo: sólbrúnkulyf.

Eftir nokkurra ára hönnun, þróun og prófanir er útkoman "gervi hormón" (synthesized hormon, eins og er t.d. í getnaðarvarnarpillum)  sem líkir eftir áhrifum UV geisla á húðina og örvar framleiðslu melaníns. Lyfið, sem kallast Melanotan, er yfirleitt gefið í gegnum staut sem settur er undir húðina. Mannlegar prófanir hafa nú farið fram í nokkur ár og aukaverkanirnar eru nokkuð sérstakar:

 

- Minni matarlyst

- Meiri kynhvöt

 

Seinni aukaverkunin var meira að segja það sterk að ákveðið var að þróa nýtt afbrigði af lyfinu,  Melanotan II, sem verður markaðssett sem kynörvandi lyf. Það mun líklegast slá í gegn líka þar sem það virkar á heilann en ekki á blóðrásina líkt og Viagra og önnur stinningarlyf.

Hér eru smá upplýsingar um þetta skemmtilega lyf ef einhver skyldi hafa áhuga:

Melanotan

Fyrirtækið sem framleiðir Melanotan

story.frogs

Froskar, fyrir og eftir Melanotan

 

 

 

 

 

 

 

before

 after

Hér sjást fyrir og eftir myndir af manneskjum, en hver vill jú ekki vera jafn töff og kúl og þessir tveir? 


mbl.is Einn ljósatími eykur hættu á krabbameini um 22%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband