Atferlismótun í grunnskólana

 Úr umræddum dómi:

 

Við mat á því hvort tjónvaldur geti borið skaðabótaábyrgð á grundvelli sakarreglunnar þurfa að liggja fyrir að sérstakar huglægar afsökunarástæður eigi ekki við um hann svo sem æska eða skortur á andlegri heilbrigði.  Í málinu liggur fyrir að B hefur verið greind með Aspergerheilkenni.  Í fyrirliggjandi bæklingi um þá fötlun segir meðal annars að Aspergerheilkenni sé ekki sjúkdómur heldur fötlun skyld einhverfu.  Kemur þar og fram að ólíkt flestum einhverfum hafi einstaklingar með Aspergerheilkenni ekki alvarlega skertan mál- og vitsmunaþroska.  Komi lykil­einkenni Aspergerheilkennis fram á tveim sviðum, annars vegar í félagstengslum og samspili við aðra og hins vegar í sérkennilegri og áráttukenndri hegðun og áhugamálum. 

 

Samkvæmt gögnum málsins hefur B góða námsgetu og gerir hún greinarmun á réttu og röngu.  Þetta staðfestu móðir hennar, stefnandi sem hafði einnig verið kennari hennar í 5. bekk og sérkennari hennar C.  Kom fram hjá móður hennar að fötlun hennar hafi helst háð henni félagslega og hún lendi oft í útistöðum. Þá kvað hún dóttur sína hafa sérkennileg áhugamál og að hún þoli illa breytingar.  Hún hafi verið þunglynd og líði oft illa.  Þá kom fram hjá vitninu C að B væri mjög hvatvís og hún verði til dæmis pirruð ef röskun verður á stundaskrá hennar.

 

B var nýorðin 11 ára þegar atburður sá sem hér er fjallað um átti sér stað.  Af því sem að framan er rakið þekkti hún muninn á réttu og röngu og er ekkert í málinu sem bendir til þess að fötlun hennar hafi skert dómgreind hennar eða að vitsmunaþroski hennar hafi verið minni en almennt hjá börnum á sama aldri.  Ekkert liggur fyrir um það í málinu að B hafi ætlað sér að skella hurðinni á stefnanda umrætt sinn heldur er líklegra að hvatvísi hennar hafi þar ráðið för eða reiði vegna þess að henni hafði sinnast við skólabræður sína.

 Ég get bara ekki orða bundist. Í fyrsta lagi skil ég ekki hvernig foreldrarnir en ekki sveitarfélagið eru bótaskyld, þar sem skólaskylda er á landinu, eins og fram kemur í færslu Nönnu Katrínar, í öðru lagi var notast við bækling til að meta það hvort stúlkan ætti sér málsbætur í fötlun sinni. Bækling. Ef þetta er ekki skólabókardæmi um slæleg vinnubrögð þá veit ég ekki hvað er. Hreint út sagt ömurlegt og lýsir þvílíku metnaðarleysi, þekkingarleysi og fordómum hjá fulltrúum hérðasdóms að ég á ekki til orð. Eins alvarleg og einstaklingsbundin röskun og Asperger er, þá er ekki hreint út sagt ekki hægt að komast til botns í með því að lesa bækling. Að ekki skuli hafa farið fram faglegt mat á barninu er til skammar.

Asperger er fötlun á einhverfurófinu. Til að úskýra þetta nánar, þá er almennt viðurkennt í fræðum um þá röskun, að einhverfa er til í mörgum mismunandi myndum og misalvarlegum. Einum meginn á rófinu eru börn sem ekki er hægt að ná neinu sambandi við og jafnvel skaða sjálf sig (að berja hausnum endurtekið utan í vegg t.d.), eru algerlega í sínum heimi og þurfa gífurlega mikla ummönnun. Hinum meginn á rófinu er svokallað Aspergers heilkenni, en þeir sem glíma við það hafa í raun vægari einkenni einhverfu. Heilkennið hefur engin áhrif á vitsmunaþroska, þ.e. það sem lært er á bókina, en á oft afskaplega erfitt með mannleg samskipti, gerir sér enga grein fyrir hvað er viðeigandi og hvað ekki, skilur ekki blæbrigði tungumálsins (til dæmis samlíkingar, þegar eitthvað er "gefið í skyn" eða kaldhæðni) og líkamstjáning er oft lokuð bók fyrir þessum einstaklingum. Oft þolir þetta fólk illa eða ekki breytingar og að vera með svona röskun er í flestum tilfellum ávísun á einelti í grunnskólum. Oft langvarandi og alvarlegt, þar sem barnið í raun "bíður upp á það" með hegðun sinni, séð út frá skólafélögum á sama aldri sem ekki hafa þroska til þess að sjá hvað liggur að baki þeirri undarlegu hegðun sem barnið sýnir endurtekið og virðist ekki læra af samskiptum við annað fólk. Sem fylgir þessari röskun. Börn hafa bara ekki þroska til þess að sjá það. Því þarf oft að vernda börn með Asperger fyrir skólafélgöum sínum, bæði með almennri fræðslu í bekkinn og með því að taka strax og af alvarleika á þeim tilfellum sem upp koma.

Mér þykir ekki ólíklegt að sú hafi verið raunin hér þegar talað er um í dómnum að telpunni hafi "sinnast við skólafélaga sína" og að barnið hafi verið í miklu uppnámi. 

Nú ætla ég að setja upp litlar aðstæður sem eru alltof algengar í skólastofum landsins í dag. Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta eigi við varðandi dóminn hér að ofan, og ætla mér ekki að ýja að því á neinn hátt. En þetta er raunverulegt vandamál samt sem áður.

Þegar fólk útskrifast úr KHÍ kemur það inn í skólaumhverfið með háleitar vonir um að skipta máli í lífum barna. Mennta það og fylgjast með þeim vaxa úr ólæsum greyjum í ... jah... allavega eitthvað upp eftir skólastiginu.

Flestir reka sig á það nokkuð fljótt að af þessum 20-25 börnum í bekknum þeirra þá eru 3-4 þeirra sem eru til "vandræða". Hefur ekki verið kennt að sitja kyrr, taka leiðbeiningum og aga illa, sum þessara barna með námsörðugleika líka og ekki líður á löngu þar til þetta verður að hegðunarvandamáli sem truflar kennslu meira en góðu hófi gegnir.

Kennarinn kann ekki að taka á þessu og á endanum hrökklast hann úr starfi, þar sem hann sér að hann er ekki að sinna því starfi sem hann menntaði sig í. Þetta gerist. Oft. Vegna þess að þekking á atferlismótun er ekki útbreidd í skólastarfi og er ekki kennd við KHÍ (sem stendur sem betur fer til bóta). 

Segjum að kennarinn hafi barn í bekknum sem er ekki bara erfitt sökum fötlunar, það verður líka fyrir aðkasti frá skólafélögum, segjum... drengjum sem erfitt er að tjónka við og eru nú komnir í 6. bekk. Segjum að það sé brjálað að gera hjá kennaranum, verið að undirbúa kynningu, allt á útopnu og enn og aftur sinnast barninu og bekkjarfélögum. Það liggur ekki fyrir hvað málið var, en barnið sem stríðir við röskun dregur sig í hlé, felur sig inn í geymslu. Friður kemst á í augnablik, þar til allt er tilbúið. Í nokkur augnablik þarf kennarinn ekki að heyja stríð við nemendur sína á meðan hann reynir að framfylgja kennslunni.

Þetta er krefjandi verkefni. Krefjandi... ekki bara krefjandi. Slítandi. Svo slítandi að það er engu lagi líkt.

Þessar aðstæður (nú er ég að vísa til dæmisögunnar) hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir ef kennarinn hefði haft grundvallarþekkingu á atferlismótun. 

Eins og ég segi, þá veit ég ekki hverjar aðstæður voru í kringum þennan dóm. En mér finnst það alvarlegt mál að kasta grunnskólakennurum óundirbúnum inn í þær aðstæður sem við búum við í dag, þ.e. að hægt er að búast við því að í hverjum einasta bekk séu að lágmarki 1-2 nemendur, jafnvel fleiri, sem hægt er að búast við að trufli kennsluna. Því þegar vandamálið er nýtilkomið hefur kennarinn (og aðrir umönnunaraðilar) allt að segja um hvert framhaldið verður; hvort vandamálið vindi upp á sig eða hvort það verður stoppað i fæðingu.

Það gæti jafnvel komið í veg fyrir slys. 


mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband