Úffff...

Skjótt skipast veður í lofti.

Í staðinn fyrir vorfílinginn sem mér persónulega finnst við Íslendingar hreinlega eiga rétt á eftir þennan ljóta snjóþunga vetur er aftur kominn snjór, og í staðinn fyrir fína, fína hlaupaprógrammið mitt sem hófst á þriðjudaginn, hef ég lagst í rúmið með hálsbóglu, hita og höfuðverk.  Apinn hefur ekki verið svona veikur í átta ár, en getur svosem sjálfum sér um kennt að liggja ennþá. Hann kann nefnilega ekki að vera veikur, er vanur því að fá bara hálfsdagspestir sem hann kvartar ógurlega undan og vorkennir sér alveg í botn í einn dag, og svo er allt búið. Nú hef ég hagað mér líkt og um þannig veikindi sé að ræða og það er ekki fyrr en í dag, á fjórða degi, sem ég samþykki það að það þýðir víst ekkert annað en að halda kyrru fyrir undir sæng en ekki vera á einhverju brölti út um alla borg, byrðja bara hitalækkandi og horfi á Rome, Animal Planet og einhverjar heilalausar, mellugrauts-myndir.

Já... gaman að þessu. Vonandi fer að slá á þetta svo ég geti haldið áfram með lífið og hlaupaprógrammið... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband